soft-drinks

Gosdrykkir innihalda oft litarefni sem sýnt hefur verið fram á að sé krabbameinsvaldur í rottum. Efnið nefnist 4-methylimidazole (4-MEI) en hefur ekki verið rannsakað í tengslum við krabbamein í mönnum.

Hópur við John Hopkins University, skoðaði magn 4-MEI í völdum gosdrykkjum sem seldir eru í Bandaríkjunum. Efnið var í flestum tilfellum yfir 29 µg/L, en það er skammturinn sem gæti valdið einu krabbmeinstilfelli í 100.000 manna úrtaki. Í rannsókn sem nýlega var birt í PLOS One kannaði hópurinn neyslu á þessum tilteknu drykkjum og komst að því að helmingur Bandaríkjamanna yfir 6 ára aldrei innbyrgðir a.m.k. 29 µg af 4-MEI á dag.

Hópurinn veltir fyrir sér hvort ekki sé rétt að setja reglugerðir um magn 4-MEI í matvælum, þar sem virkni efnisins í mönnum er óþekkt. Tilgangur efnisins í gosdrykkjum er að gefa lit, svo það er ekki nauðsynlegt sem bragðefni eða rotvarnarefni.

Efnið 4-MEI er að sjálfsögðu ekki það eina sem gerir gos óhollt og jafnvel þó magn þess væri minnkað er æskilegt að stilla gosdrykkjaneyslu í hóf.

Hér er hægt að nálgast greinina og hér er fréttatilkynning um málið.