maxresdefault

Háskólanemi við Loyola University í Chicago, Emily Temple-Wood, ákvað árið 2012 að fara af stað með verkefnið WikiProject Women Scientists sem vinnur að því að útbúa Wikipedia síður um merkar vísindakonur. Í fyrstu ákvað Temple-Wood að taka að sér verkefnið vegna þess hversu fáar konur í vísindasamtökunum Royal Society höfðu fengið Wikipedia síðu sem tileinkuð var umfjöllun um þær og vildi Temple-Wood breyta því.

Eftir því sem vinsældir verkefnisins jukust fór þó að bera á neikvæðum fylgifiski vinsælda á internetinu, sem ófáar konur kannast við: kynferðislegri áreitni. Temple-Wood bárust sífellt fleiri tölvupóstar með skilaboðum þar sem talað var um líkama hennar á yfirlætislegan hátt, gefið var í skyn að hún hafi komist áfram í lífinu á kynlífsgreiðum eða að hún var hreinlega beðin um slíka greiða.

Því miður eru slík skilaboð til kvenna allt of algeng í dag en Temple-Wood dó ekki ráðalaus. Þvert á móti ákvað hún að nota þessi neikvæðu skilaboð til að hvetja hana áfram í skrifunum og skrifar hún, auk annarra höfunda á Wikipedia, eina grein um konu í vísindum fyrir hvern tölvupóst sem inniheldur kynferðislega áreitni.

Teymi Temple-Wood telur nú 76 höfunda sem vinna hörðum höndum að því að vekja athygli á þeim fjölmörgu merku vísindakonum sem ekki hafa átt sína eigini Wikipedia síðu fram að þessu.

Fyrir þá sem vilja kynna sér verkefnið frekar má nálgast það hér.