homework

Tilgangur og ágæti heimanáms hefur lengi verið bitbein kennara og foreldra og langt frá því að allir séu sammála. Í nýlegri rannsókn kemur í ljós að of mikið heimanám ber ekki tilætlaðan árangur en heimanám í réttu magni getur þó gefið góða raun.

7725 spænskir nemendur voru viðfangsefni rannsóknar við háskólann við Oviedo, nemendurnir voru að meðaltali 13,78 ára. Til að skoða árangur heimanáms fengu nemendurnir spurningalista til að meta hvernig og hversu mikið þeir stunduðu heimanám. Að auki fengu krakkarnir próf til að meta færni þeirra í stærðfræði og vísindum. Til að meta getu krakkanna fyrir tilraunina var tekið mið af fyrri frammistöðu í þessum sömu greinum.

Helsta niðurstaða rannsóknarinnar var sú að með því að vinna 1 klst á dag við heimanám var námsárangurinn nokkurn veginn hámarkaður. Þegar krakkarnir voru farnir að eyða meira en 90 mínútum á dag í heimanám varð árangurinn lakari. Að auki sá vísindahópurinn að krakkar sem fengu síður aðstoð við heimanám gekk betur í prófunum en þeim sem leituðu eftir hjálp. Vísindahópurinn túlkaði það sem svo að aðferðin sem krakkarnir þurftu að beita til að leysa vandamálin sjálf skipti ekki síður máli en sú æfing sem þau fengu við að leysa vandamálin.

Svo næst þegar einhver kvartar undan álagi við heimavinnu þá er rétt að taka til greina hver tíminn er sem fer í heimanámið og hvaða aðferð er beitt við að leysa vandamálin.