fear-fo-dentist-featured1

Margir þekkja það að fresta heimsóknum til tannlæknis enda eru þær sjaldnast skemmtilegar og yfirleitt dýrar. Samkvæmt nýrri grein, sem birt var í, Trends in Endocrinology and Metabolism, borgað það sig þó að fara í reglulegar heimsóknir og ekki bara tannheilsunnar vegna.

Rannsóknarhópurinn tók saman niðurstöður rannsókna sem hafa skoðað samband tannheilsu og hjartasjúkdóma. Í ljós kom að tengsl eru á milli sjúkdóma sem valda bólgum í munni, svo sem tannskemmdum og tannvegsbólgu, og hjartasjúkdóma.

Að sögn Thomas Van Dyke við Forsyth Institute eru niðurstöðurnar mikilvægar í ljósi þess hve algengir tannsjúkdómar eru. Mikilvægt sé að lágmarka hættuna á hjartasjúkdómum og ef tannsjúkdómar eiga einhvern þátt í að auka áhættuna er mikilvægt að sporna gegn henni með reglulegum heimsóknum til tannlæknisins og góðri umhirðu tanna.

Heimild: Business Insider