Mynd: NASA
Mynd: NASA

Í fyrsta sinn í sögu NASA eru 50% nýliða stofnunarinnar kvenkyns, að því er kemur fram á vefsíðu New York Times.

Meðal nýju geimfaranna eru Dr. Jessica Meir, sjávarlíffræðingur, Christina Hammock Koch, sem er með gráður í bæði eðlisfræði og rafmagnsverkfræði auk Nicole Aunapu Mann og Anne McClain sem báðar gengdu stöðum í bandaríska hernum.

Nýliðarnir, sem eru alls átta, koma til greina sem geimfarar fyrir fyrstu ferð manna til mars sem er áætluð fyrir fyrir lok fjórða áratugs þessarar aldar.

Að verða geimfari hjá NASA er ekki auðvelt verk en nýliðarnir átta voru valdir úr hópi yfir 6.000 umsækjenda. Þeir sem valdir verða til að taka þátt í fyrstu ferð mannkynsins til Mars koma til með að eyða í það minnsta einu og hálfu ári í geimnum en ferðin til Mars tekur um níu mánuði og er áætlað að geimfararnir verði á plánetunni í mánuð.

https://twitter.com/NASA/status/685146762017935362/photo/1?ref_src=twsrc%5Etfw