Hearing

Ákveðinn hluti heyrnalausra geta ekki notað hefðbundin hjálpartæki til að efla heyrn sína. Þessi hópur er með skaddaða heyrnataug, svo það skiptir engu máli hversu mikið er hækkað í hljóðgjafanum, eina sem þessi hópur skynjar er titringurinn frá hljóðbylgjunum. Undanfarin 10 ár hefur hluti þessa hóps geta fengið lausn á heyrnaleysinu með aðgerðum þar sem í þau er græddur nokkurs konar hljóðskynjari. Þá fer skynjunin á hljóðbylgjum fram í ígrædda skynjaranum og innra eyrað verður óþarft. Við slíkar ígræðslur þurfa einstaklingar að læra að túlka skilaboðin sem heilinn fær, sem hljóð. Heilinn þarf að fá að þróa með sér og þroska ákveðna færni til að geta það, en það getur reynst fólki misjafnlega auðvelt.

Í Bandaríkjunum hafa einungis einstaklingar, yfir 12 ára, sem eru í áhættuhóp um að fá ættgeng æxli á heyrnataugina, verið gjaldgengir í þessar aðgerðir. Vegna þess að aðgerðin er talin áhættusöm og ávinningurinn hefur enn ekki verið skilgreindir til fulls. Markmiðið með rannsókn sem nú er unnið að í háskólanum í suður Kaliforníu (USC) er að skilgreina ávinninginn og áhættuna betur.

Hugmyndin sem unnið er með í rannsókninni er sú að yngri heilar hafi meiri ávinning af þessum ígræðslum en þeir sem eldri eru. Yngri heilar hafa meiri aðlögunarfærni og eru líklegri til að ná meiri hæfni til að heyra. Í rannsókninni fá 10 einstaklingar, á aldrinum 2-5 ára, ígræðslu. Rannsóknin er til þriggja ára og hófst hún í mars 2014. Nú þegar hafa 4 börn fengið ísgræðslu og vísbendingar eru um að þau munu getað notað heyrnina mikið og jafnvel talað í síma.

Hér má sjá fréttatilkynningu rannsóknarhópsins um málið