Screen Shot 2016-07-04 at 18.49.57

Framsetning á námi og gæði kennslu geta skipt miklu máli í því hvernig við upplifum námsefni. Líklega hefur hápunktinum í þeim efnum verið náð af hinum fimm ára Oliver en myndband þar sem hann útskýrir fellibylji hefur gengið eins og eldur í sinu um netheimana síðan um helgina.

Það var faði Olivers sem birti myndbandið á vefsíðunni Reddit og segir hann að Oliver hafi langað að gera myndbönd um vísindi “síðan hann lærði að tala“.

Myndbandið sem um ræðir er fyrsta myndband Olivers um vísindi og fer hann yfir það hvernig hægt er að búa til fellibyl í krukku með því að nota edik, vatn og uppþvottalög. Oliver lætur það ekki nægja heldur fræðir hann áhorfendur á stórskemmtilegan hátt um það hvernig fellibyljir verða til í náttúrunni.

Myndbandið hefur fengið nokkra gagnrýni af áhorfendum sem telja að foreldrar Olivers vilji eingöngu græða pening á myndbandinu og hafi búið til handrit fyrir drenginn. Faðir Olivers hefur neitað ásökunum um slíkt og sagt að fyrir utan síðustu línu myndbandsins hafi foreldrarnir ekki sagt Oliver hvað hann ætti að segja í myndbandinu.