chinese-man-recovers-severed-hand-after-it-was-preserved-by-being-grafted-to-his-leg

Fyrirsögnin hljómar kannski frekar eins og atriði úr hryllingsmynd en frétt um vísindi en hún á sér eðlilegar skýringar.

Nýverið lenti starfsmaður í verksmiðju í Kína í þeirri hræðilegu lífsreynslu að miss höndina í slysi. Því miður var höndin illa farin eftir slysið og brugðu læknar á það ráð að græða hana á fótlegg sjúklingsins til að æðar, taugar og sinar hefðu tækifæri til að jafna sig áður en þeir reyndu að sauma hana aftur á.

Eftir að höndin hafði jafnað sig nægilega mikið var hún grædd aftur á sjúklinginn í aðgerð sem tók 10 klukkustundir. Eins og er hefur sjúklingurinn sýnt einhverja hreyfigetu í fingrum en tíminn einn mun leiða í ljós hvort hann fái fulla hreyfigetu aftur.

Heimild: IFLScience

Lesið einnig: Framhaldssagan um höfuðígræðsluna