thinking-620x400

Á hverjum degi þurfum við að takast á við ótal verkefni sem krefjast þess að við notum heilann, hugsum. Í sumum tilfellum getur það reynst frekar erfitt, eins og þegar við þurfum að deila í tveggja stafa tölu, þá er nauðsynlegt að gefa sér tíma og leggja heilmikla orku í dæmið. Hins vegar eru alls konar hlutir sem við skynjum og drögum ályktanir af án þess að hugsa svo mikið, það bara gerist.

Bæði kerfin eru nauðsynleg, annað gerir okkur kleift að labba, borða eða pikka á tölvu án þess að setja mikla orku í að hugsa um það. Meðan hitt kerfið hjálpar okkur að leysa flókin dæmi, draga rökstuddar ályktanir og meðtaka nýja þekkingu.

Eins og myndbandið hér að neðan, sem birtist á youtube síðu ASAPscience, útskýrir þá erum við að notast við tvö kerfi, hraða hugsun og hæga hugsun. Stundum blekkir hraðhugsunin okkur en í flestum tilfellum er hún algjörlega nægjanleg til að við komumst klakklaust í gegnum daginn.