Hrekkjavakan, sem gengur nú senn í garð, er ævagömul hefð sem sennilega á rætur sínar að rekja til Bretlandseyja. Þar héldu ábúendur uppá upphaf vetur og þar með nýs árs um það leiti sem við köllum í dag mánaðarmót október og nóvember.

Á þessum skilum, sumars og veturs, sem á Íslandi var kallað veturnætur, var talin opnast gátt milli heima lifenda og framliðna. Hátíðin sem fagnaði komu veturs tók því einnig á sig hrollvekjandi blæ sem með tímanum hefur orðið einkennismerki hrekkjavökunnar.

Margt ógnvekjandi finnst í þessum heimi sem oft virðast vera af völdum yfirnáttúrulegra hluta, en ef betur er að gáð má sjá að allt á sér eðlilegar skýringar. Í myndbandinu hér að neðan sem birtist fyrst á youtube rás SciShow er farið yfir nokkrar áhugaverðar yfirnáttúrulegar vísindasögur.