Hugleidsla

Rannsóknarhópur í Californiu, undir stjórn Florian Kurth, reyndi að svara því hvort hugleiðsla hefði áhrif á öldrun heilans. Til að svara þessari spurningu bar hópurinn saman myndir af heila fólks sem stundaði hugleiðslu og heila fólks sem ekki stundaði hugleiðslu.

Niðurstöður hópsins eru þær að með aldrinum minnkar virkni gráa svæðisins í heilanum. En virknin virtist minnka hægar hjá hópnum sem stundaði hugleiðslu. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að hugleiðsla eykur skerpu hugans og því eru þessar niðurstöður í samræmi við það sem áður var þekkt.

Sennilega eigum við langt í land með að finna eilífðar-elexírinn og við verðum að sætta okkur við að tíminn nær okkur einhvern daginn. En þangað til getur ekki skaðað að stunda smá hugleiðslu af og til, ef ekki nema bara til að kúpla sig frá daglegu amstri.

Hér er hægt að nálgast greinina.