Fækkun býflugna er því miður raunverulegt fyrirbæri. Sumir fagna því kannski vegna þess að tilvist býflugna veldur oft hræðslu þar sem þær geta jú geta stungið og það er ansi vont.

En hvað ef við hefðum engar býflugur? Væri þá öll ofsahræðsla á bak og burt og einungis regnbogar og hamingja í heiminum? Eftirfarandi myndband, sem fengið er af youtube-síðu ASAPscience, útskýrir vel að svo er víst ekki.

Býflugur gegna mjög mikilvægu hlutverki í fæðukeðjunni og hafa því óbeint gríðarleg áhrif á afkomu mannanna. Ef engar býflugur væru yrði minna til af græntmeti og ávöxtum og það sem meira er minna til af fóðri handa dýrunum sem við mennirnir kjósum að nýta afurðir af.

Einstaka býflugnastunga hljómar ekkert svo hræðilega í þessum samanburði, nema þá kannski sé maður með ofnæmi.