pexels-photo-52608

Flest efumst við líklega um getu okkar á einhverjum tímapunkti. Þó sjálfsefi geti verið eðlilegur upp að vissu marki getur hann líka undið upp á sig og haft áhrif á líðan okkar og sjáflstraust til lengri tíma. Þetta er kallað blekkingarheilkennið (e. impostor syndrome) og var því fyrst lýst á áttunda áratugnum hjá konum á vinnumarkaðnum sem lýstu því sumar að þeim liði gjarnan eins að velgengni þeirra stafaði frekar af heppni eða mistökum en hæfni þeirra sjálfra. Heilkennið hefur gjarnan verið tengt við konur en það einskorðast ekki við kyn heldur getur hver sem er upplifað það.

Hér að neðan má sjá myndband sem lýsir þessu hvimleiða vandamáli vel.