Mynd: Acne Clinical Research
Mynd: Acne Clinical Research

Einhvern veginn virðast bólur alltaf poppa upp þegar maður þarf síst á þeim að halda, ekki að maður þurfi nokkurn tíman á þeim að halda, en daginn fyrir mikilvægt atvinnuviðtal er alls ekki rétta tímasetningin.

Í þessu myndbandi frá AsapSCIENCE fáum við að vita hvers vegna bólur myndast og það sem meira er hvernig bakteríuflóran á húðinni okkar gæti verið lykillinn að því að losa okkur við þessa óboðnu gesti sem bólur eru.