Misnotkun á lyfseðilsskyldum verkjalyfjum sem falla undir flokk ópíóíða hefur farið vaxandi undanfarið. Svo mikil er misnotkun þeirra í Bandaríkjunum að í síðustu viku lýstu Bandaríkin yfir neyðarástandi vegna vandamálsins.

Í myndbandinu hér að neðan er farið yfir hvað ópíóíðar eru og af hverju svo algengt er að fólk verði háð þeim.