Mynd: ScienceAlert
Mynd: ScienceAlert

Þeir sem hafa nýlega keypt sér skó, síma eða kannski bara föt kannast kannski við litlu pokana sem sjást á myndinni hér að ofan. Þeir fylgja með ótrulegustu hlutum og fyrir þá sem eru kaupglaðir geta þessir pokar auðveldlega fyllt heilt herbergi á skömmum tíma. En hvað gera þeir eiginlega?

Inní þessum pokum eru litlar perlur sem samanstendur af kísli, þ.e. SiO2, einnig kallað kísiltvíoxíð (eða silicon dioxide á ensku). Þetta efni er alls ekki hættulegt, þó það standi á pokunum að það megi alls ekki borða perlurnar, þá stafar hættan aðallega af köfnun ef svo litlir hlutir eru innbyrgðir. Hlutverk kíslsins er að draga í sig raka og það gera perlurnar svo sannarlega vel.

Samkvæmt samantekt Business Insider má nota kúlurnar til að létta sér lífið á svo margan hátt. Sem dæmi má nota þær til að koma í veg fyrir að móða myndist innan á rúðunum í bílnum eða til að þurrka síma sem verður fyrir klósettslysi. Þess vegna getur komið sér vel að hafa svona perlur með rándýrum raftækjum eða viðkvæmum skóm til að passa uppá vöruna okkar.

Næst þegar þið finnið svona poka í innkaupapokanum eftir skókaup, skellið perlunum í geymslu þar til hraðþurrkunnar er þörf, þið sjáðið ekki eftir því.