sleep-dep_1024

Öll þekkjum við mikilvægi þess að fá góðan nætursvefn af eigin raun en þrátt fyrir það er talið að um 30% fullorðinna og 66% unglinga í Bandaríkjunum sofi ekki nóg. En af hverju er svefninn svona mikilvægur?

Í myndbandinu hér að neðan frá TED-Ed er farið yfir það hvað gerðist þegar hinn 16 ára Randy Garnder svaf ekkert í 11 daga og 24 mínútur árið 1965. Enn þann dag í dag hefur enginn slegið met Gardner en því miður hafði tilraunin ýmis neikvæð áhrif. Í kjölfarið ákvað Heimsmeistarabók Guiness að hætta skráningum á metum tengdum svefnleysi vegna áhrifanna sem svefnleysi hefur í för með sér.