Microwave-nutrients-food

Alveg síðan örbylgjuofninn kom fyrst til sögunnar hafa efasemdaraddir hljómað um ágæti hans. Fólk telur annars vegar að örbylgjurnar geti verið skaðlegar heilsu manna eða þær getu breytt næringarefnum matarins sem við erum að hita.

Í myndbandinu hér að neðan útskýrir hópur efnafræðinga sem kalla sig Reactions hvernig örbylgjur virka. Megin hlutverk örbylgjanna er að örva vatnssameindir sem fyrirfinnast í matnum. Þegar vatnssameindirnar eru örvaðar hitnar maturinn vegna hreyfinga sameindanna. Þess vegna hitnar maturinn mun hraðar í örbylgjuofni en í venjulegum ofni og vegna þess að ekkert vatn er notað aukalega í eldunina, eins og þegar matur er soðinn, tapast lítið sem ekkert af næringarefnum úr matnum.