6a00d8341bf67c53ef0163015f6874970d

Margir hafa þann ávana að láta braka í fingrunum en líklega vita fáir hvað á sér stað í líkamanum þegar það er gert. Mynbandið hér að neðan, sem birt var á vefsíðunni Vox, útskýrir hvað gerist þegar fólk lætur braka í puttunum.

Þegar teygt er á liðunum losnar gas í liðvökvann og litlar gasfylltar blöðrur myndast. Þegar liðirnir leggjast aftur saman springa blöðrurnar og við heyrum brakið. Það tekur síðan um það bil 20 mínútur þar til nógu mikið gas safnast fyrir svo hægt sé að láta braka á ný.

Til þess að rannsaka hvort ávaninn sé skaðlegur eða ekki lagði læknirinn Donald Unger það á sig að prófa að láta braka í fingrum annarrar handar en ekki hinnar í 60 ár. Hægt er að sjá hverjar niðurstöður rannsóknar hans á sjálfum sér, sem hann hlaut Ig Nóbel fyrir árið 2009, voru hér að neðan: