sleep-texting1

Hver kannast ekki við það að kíkja aðeins á tölvupóstinn, Facebook eða annað í snjallsímanum eftir að komið er upp í rúm? Þessi iðja virkar kannski frekar saklaus en hún getur þrátt fyrir það haft lífeðlisfræðileg áhrif á okkur.

Aðal vandamálið tengist melatóníni, sem er hormónið sem veldur því að við verðum syfjuð. Ljósið sem síminn gefur frá sér hefur þau áhrif að heilinn fær boð um það að seyta ekki melatóníni. Þetta verður til þess að við erum vakandi lengur og getur leitt til þess að við fáum að lokum ekki nægan svefn til að takast á við næsta dag. Þetta hljómar kannski ekki svo illa en ef þetta gerist trekk í trekk getum við verið að missa af nokkurra klukkustunda svefni á hverri nóttu.

Eins og við þekkjum hefur svefninn áhrif á margt annað en það hversu þreytt við erum í vinnunni daginn eftir. Lærið meira um það og áhrif þess að skoða símann fyrir svefninn í myndbandinu hér að neðan frá Business Insider. Hvernig væri svo að prófa að skilja símann eftir frammi og sjá hvort svefninn verði betir fyrir vikið?