2B469BD500000578-3193903-image-a-5_1439310164779_1024

Í innihaldslýsingum matvæla má finna upplýsingar um hitaeiningafjölda. Þessar upplýsingar eru vissulega gagnlegar en mörgum reynist erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þær þýða nákvæmlega. Vísindamenn í Ástralíu vilja reyna að breyta þessu með því að setja upplýsingar um það hversu lengi þarf að ganga til brenna hitaeiningunun sem matvörur innihalda á umbúðir þeirra. Þannig vilja þeir gera neytendur meðvitaðri um hvað þeir láta ofan í sig.

Eins og er eru óholl matvæli í Ástralíu merkt með miða sem sýnir hversu mikið af daglegri orkuþörf meðalmannsins varan inniheldur. Því miður virðast þessir miðar ekki hafa tilskyld áhrif en niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2010 leiddu í ljós að miðarnir höfðu ekki marktæk áhrif á það hvernig neytendur höguðu neyslu sinni.

Í fréttatilkynningu um tillöguna bendir einn vísindamannanna, Owen Carter, á að í 500ml orkudrykk eru 16% ráðlögðum hitaeiningafjölda sem hljómar kannski ekki svo illa. Þegar merkingarnar eru skoðaðar nánar má þó sjá að í drykknum eru 93% af ráðlögðum dagsskammti sykurs sem verður að teljast ansi mikið fyrir einn drykk.

Rannsóknarhópurinn hefur nú þegar prófað miðana á 1.000 Áströlum og eru niðurstöðurnar jákvæðar: fólk átti auðveldara með að átta sig á því hvaða matvæli eru óholl og var líklegra til að velja hollari kost.

Nú er bara að bíða og sjá hver viðbrögð stjórnvalda í Ástralíu verða við tillögunni og í framhaldinu hvort svipað kerfi gæti nýst í öðrum heimshlutum.

(Fyrir áhugasama tekur það til dæmis rétt rúma klukkustund að brenna einu Mars stykki gangandi og 40 mínútum að brenna einni dós af gosi.)

Heimild: ScienceAlert