Mynd: The Conversation
Mynd: The Conversation

Sífellt birtast í fjölmiðlum fréttir af því að hin og þessi efni eða matvæli valdi krabbameini. Ekki er alltaf að marka slíkar upplýsingar enda er misjafnt hvort nægilegar rannsóknir liggi að baki fullyrðingunum auk þess sem að niðurstöður geta verið mistúlkaðar.

Í gagnvirka kortinu hér að neðan frá The Conversation má sjá samantekt á þeim upplýsingum sem vísindamenn hafa í dag um þá ýmsu þætti sem geta aukið líkurnar á krabbameini í mannfólki. Í kortinu er áherslan lögð á þá þætti sem hægt er að hafa áhrif á, svo sem þá sem tengjast hreyfingu og matarræði.

Meðal þess sem má sjá á kortinu eru mismunandi áhrif milli kynjanna auk upplýsinga um það hvernig þættir á borð við það að drekka áfengi, borða rautt kjöt eða taka getnaðarvarnarpilluna geta haft áhrif á líkurnar á krabbameini.