belly-body-calories-diet-42069

Nýju ári fylgja gjarnan ný (eða gömul) markmið og eru lífstílsbreytingar tengar hreyfingu og matarræði vinsælar. Markmiðið er oft að byggja upp vöðva á kostnað fitunnar sem hverfur, eða hvað?

Í rauninni hverfur fitan ekki heldur stækka fitufrumur eða minnka eftir því hvort við fitnum eða grennumst. Þó einhverjir væru eflaust til í að losna alveg við fituna gegnir hún mikilvægu hlutverki í líkama okkar. Meðal þess sem fitan gerir er að móta líkama okkar, verndar líffæri og einangra okkur auk þess sem hún gegnir því mikilvæga hlutverki að geyma orku. Í myndbandinu hér að neðan er farið yfir hlutverk fitufrumna og hvað gerist þegar við grennumst eða fitnum á skemmtilegan hátt.