calendar

Stundum virðist nær ómögulegt að muna hvaða dagur er. En af hverju? Ný rannsókn varpar ljósi á ástæðurnar sem liggja að baki.

Í rannsókninni, sem gerð var við University of Lincoln í Bretlandi, svöruðu 1.200 manns því hvaða dagur þeim fyndist vera. Þeir fengu einnig tækifæri til þess að skrá orð sem þeir tengdu við hvern vikudag fyrir sig.

Í ljós kom að þátttakendur rugluðust helst á dögunum í miðri viku (næstum 1/3 svarenda), það er leið til dæmis eins og það væri fimmtudagur þegar það var í raun miðvikudagur. Þátttakendur tengdu síðan orð á borð við leiðinlegt og þreytandi við mánudaga en orð líkt og partý og frelsi við föstudaga.

En af hverju eigum við stundum erfitt með að greina á milli daga og hvað gerir dagana í miðri viku öðru vísi en aðra? Rannsóknarhópurinn telur að ástæðan sé sú að mánudagar marka upphaf vikunnar en föstudagar upphaf helgarinnar og lok skóla- eða vinnuvikunnar. Mörgum þykir erfitt að byrja skóla- eða vinnuvikuna en flestir hlakka til helgarinnar. Vegna þessarra neikvæðu og jákvæðu tilfinninga sem við tengjum við þessa daga virðumst við eiga auðveldara með að muna þá. Þessu er þó öfugt farið með dagana sem falla á miðja vikuna – þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Við virðumst eiga erfiðara með að muna hvaða dagur er sem gæti tengist því að meira jafnvægi ríkir oft á milli streitu og tilhlökkunar þessa daga vikunnar sem gerir þá ekki jafna eftirminnilega.