Í vikunni var lagt fram frumvarp á Alþingi okkar Íslendinga þar sem banna á umskurð drengja. Þó það skjóti skökku við að ekki gildi sömu reglur um öll börn, af hvaða kyni sem þau fæðast, þá er einnig umhugsunarefni að ekki eru nema 13 ár síðan sambærileg lög um umskurð stúlkna voru samþykkt.

Þó umskurður drengja hér á landi sé sennilega ekki jafn algengur og á mörgum öðrum stöðum í heiminum þá er samt áhugavert að velta því fyrir sér hvaða ástæður liggja að baki því að þessi aðgerð er framkvæmd svo víða.

Í myndbandinu hér að neðan sem birt var á youtube rás AsapSCIENCE, má finna þó nokkrar staðreyndir um kosti og galla umskurðar drengja.