Mynd: ArcticWorld
Mynd: ArcticWorld

Þeir sem hafa ferðast til Bandaríkjanna, Bahamas, Belize eða Cayman eyja vita að þar er hitastig ekki mælt í hinum hefðbundnu Celsíus-gráðum heldur Fahrenheit-gráðum. Þetta getur valdið fólki talsverðum ruglingi þar sem einingarnar liggja engan veginn á sama skala og mörgum finnst Fahrenheit-kvarðinn miklu flóknari. Sem dæmi er Celsíus-kvarðinn staðlaður við bræðslumark vatns (0°C) og suðumark þess (100°C).

En hvernig er þessu háttað með Fahrenheit? Við hvað er hann eiginlega staðlaður? Meðfylgjandi myndband sem birtist á youtube-rás Veritasium svarar öllum okkar spurningum um þessar skrítnu mælieiningar.