hvala2b

Í dag bætist í safnaflóru landsins þegar Hvalir Íslands opnar á Fiskislóð. Samkvæmt vefsíðu safnsins er Hvalir Íslands stærsta sýning sinnar tegundar í Evrópu.

Á safninu má finna líkön í fullri stærð af öllum þeim hvölum sem finnast við Ísland auk gagnvirks efnis. Sýningin er ætluð sem viðbót við hefbundna hvalaskoðun og geta bæði byrjendur sem og sérfræðingar haft gagn og gaman af.

Lesa má nánar um safnið á vefsíðu safnsins hér.