Mynd: Rannís
Mynd: Rannís

Í gær á Rannsóknarþingi Rannís sem fram fór á Grand Hótel voru Margréti Helgu Ögmundsdóttur veitt Hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi árangur sinn í vísindum.

Margrét Helga sem er fædd 1981, lauk lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og hélt síðan til Oxford í áframhaldandi doktorsnám á sama sviði. Eftir að því lauk árið 2010 snéri Margrét aftur til Íslands og hóf þá störf á rannsóknarstofu Eiríks Steingrímssonar við erfða- og krabbameinsrannsóknir á litfrumum og húðkrabbameini.

Margrét hlaut fjölda verðlauna meðan hún lagði stund á doktorsnám sitt við háskólann í Oxford og eftir að hún kom heim hefur hún ekki eingöngu sinnt rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands heldur gegnir hún einnig embætti formanns SKÍ (Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi) og hefur meðal annars þar verið mjög virk í að opna vísindin fyrir almenningi.

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs, sem Margrét hlaut í gær eru veitt til efnilegra vísindamanna sem þykja snemma á ferli sínum, sýna möguleika á framúrskarandi árangri og eflingu rannsókna hér á landi. Tilgangur verðlaunanna er að hvetja vísindafólk til dáða í áframhaldandi rannsóknum.

Hvatinn óskar Margréti Helgu til hamingju með viðurkenninguna sem hún er sannarlega vel að komin.