Nýlega gaf hópur krabbameinslækna í Bandríkjunum út yfirlýsingu þar sem varað var við að áfengisdrykkja geti aukið líkur á krabbameina. Hópurinn hvatti fólk til að drekka minna og vísaði í nýlegar rannsóknir máli sínu til stuðnings.

Flestir eru meðvitaðir um að áfengisneysla, sér í lagi óhófleg, hefur ekki jákvæð áhrif á heilsuna. En er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum hóflegrar drykkju á heilsuna? Í myndbandi frá SciShow er einmitt farið yfir það sem við vitum um tengsl á milli áfengisneyslu og krabbameina.