Við höfum mörg hver séð bíómyndir sem spá fyrir um hræðilegar náttúruhamfarir í formi loftsteina eða eldgosa. En hversu líklegt er að við lendum í slíkum hremmingum?

Í myndbandinu hér að neðan er farið yfir 11 stærstu ógnir jarðarbúa að mati vísindanna, í samræmi við líkurnar á því að þær eigi sér stað. Það kemur ekki á óvart að hlýnun jarðar er þarna mjög ofarlega á lista. Við getum öll reynt að breyta því með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.