StudyTips_web_1024

Nú hafa skólarnir hafið göngu sína og er því ekki úr vegi að rifja upp það sem vísindin hafa að segja um nám. Eins og svo oft áður hafa strákarnir hjá AsapSCIENCE búið til stórskemmtilegt myndband um hvernig er best að læra samkvæmt vísindunum.

Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að best sé að læra yfir stutt tímabil (20-30 mínútur í einu) í nokkrar vikur í stað langra lærdómslota.

Því miður fyrir þá sem alltaf eru á síðustu stundu virkar best að skipuleggja námið vel og skapa því rútínu þar sem alltaf er lært á sama tíma á daginn og á sama stað. Þannig getum við þjálfað heilann til þess að búast við því að taka á móti upplýsingum á ákveðnum tíma og þá er auðveldara að koma sér í lærdómsgírinn.