Mynd: Mikeland Express
Mynd: Mikeland Express

Allt er vísindunum viðkomandi og er matur þar engan veginn undanskilinn, allra síst kökur eða önnur sætindi. Þess vegna hafa stærðfræðingar sýnt fram á hvernig er best að skera köku svo koma megi í veg fyrir rýrnun hennar, skurðsárið leiðir nefnilega til þornunar.

Til að lágmarka þornun og hámarka þann tíma sem kakan helst mjúk er best að skera hverja sneið þvert yfir kökuna svo hægt sé að vernda skurðsárið með því að ýta báðum helmingum kökunnar saman. Til að fá enn frekari skýringar á þessari vísindalegu en þó einföldu leið til að skera köku er best að horfa á myndbandið hér að neðan.

Þessi uppgötvun er ekki ný af nálinni en grein þar sem henni er líst birtist í Nature í desember árið 1906, þetta hefur sennilega verið jólahugvekja vísindanna það árið. Samt sem áður hefur þessi aðferð ekki náð miklum vinsældum, sjáum til hvort þessi aðferð verði mögulega endurvakin nú.

Heimild: Numberphile