Wuerffel(2)

Kameljón eru þekkt fyrir þann eiginleika að geta skipt um lit en hæfileikann nota þau til dæmis til að laða að sér maka. Nú hafa vísindamenn sýnt fram á það hvernig þeim tekst að láta húð sína skipta litum.

Samkvæmt niðurstöðum greinarinnar, sem birt var í Nature Communications, hafa kameljón frumulag í húðinni með fljótandi nanókristöllum. Kristallarnir eru gerðir úr gúaníni, sem er einn af niturbösunum í DNA. Bilið á milli kristallanna er nokkuð jafnt í frumunum og ákvarðar bilið bylgjulengd ljóssins sem frumurnar endurkasta.

Í rannsókninni voru kameljón af tegundinni Fircifer pardalis rannsökuð en tegundin lifir á Madagaskar. Vísindamennirnir skoðuðu húð kameljónanna með litrófsgreiningu. Í ljós kom a litur húðarinna breytist úr grænum í rauðann með því að breyta bilinu á milli kristallanna. Þegar dýrin eru róleg eru kristallarnir í þéttu neti og húðin virðist blá en þegar þau verða spennt gliðna grindurnar um um það bil 30% og húðin verður gul eða rauð.

Ekki er vitað hvernig kameljónin framkalla breytinguna á þéttni kristallanna en ein tilgátan er sú að þeir geri það með því að minnka eða stækka frumurnar eftir þörfum.