Með tækniframförum og aukinni þekkingu á mannslíkamanum tekst mannfólki að lifa sífellt lengur. En þó okkur sé að takast að lifa lengur þýðir það ekki að við séum heilbrigð lengur. Þetta er eitthvað sem vísindamenn vilja breyta og vilja þeir margir einbeita sér að því að finna leiðir til að lengja ekki einungis líf okkar heldur lengja þann hluta þess sem við lifum því án sjúkdóma og kvilla sem minnka lífsgæði.

Í myndbandinu hér að neðan frá Kurzgesagt er fjallað um þetta merkilega málefni og hverju rannsóknir á því hafa nú þegar skilað.