mobile

Emoji tákn hafa vaxið mikið í vinsældum undanfarið og er nánast hægt að eiga heilu samtölin með því að nota þau í stað texta. Í nýrri grein frá sérfræðingum í tölvusálfræði er talað fyrir því að mikilvægt sé að kanna áhrif þessarra litlu mynda á samskipti okkar og líðan.

Emoji tákn eru ekki aðeins skemmtileg viðbót við samskipti okkar heldur geta þau gefið betri mynd af tilfinningum sendandans eða tón skilaboðanna. Þegar við tölum saman í eigin persónu er auðvelt að sýna þessar tilfinningar með mismunandi svipbrigðum eða raddblæ en í samskiptum í gegnum síma eða tölvur getur það reynst erfiðara.

En hafa emoji tákn einhver áhrif á okkur og ef svo er skiptir það máli? Sérfræðingar í tölvusálfræði vilja meina það og má sjá nánar af hverju í myndbandinu hér að neðan.