Mynd: Muscle Fitness
Mynd: Muscle Fitness

Undir venjulegum kringumstæðum heyrum við ekki mikið í hnjám. Einstaka sinnum heyrum við hávært brak í hnjám eða öðrum liðum en við slíkar kringumstæðum dettur okkur fyrst í hug að eitthvað sé að.

Í myndbandinu hér að neðan er Omar Inan að kynna nýjustu tækni vísindahóps við Georgia Institute of Technology. Tækið er nemi sem komið er fyrir utan á hnénu til að nema titring sem liðamótin gefa frá sér og gerir okkur þannig kleift að hlusta á hvernig heyrist í hnjám.

Útkoman er sennilega langt frá því sem þið hefðuð búist við!

En tilgangur tækisins er ekki einungis að láta hárin rísa heldur kemur það til með að gegna mikilvægu hlutverki í læknisfræðilegum tilgangi. Með tækinu er hægt að fylgjast með heilbrigði hnjáa og á þetta kannski sérstaklega við um fólk sem er í áhættuhóp fyrir meiðsl eins og íþróttafólk.