fat-child-kid

Offita barna er vaxandi vandamál í hinum vestrænu ríkjum. Samhliða ofþyngd aukast heilsufarsvandamál eins og aukin hætta á sykursýki og stoðkerfavandamál, en að auki getur offita verið mikil skerðing á lífsgæðum þegar hún er farin að hamla því að fólk geti hreyft sig. Aukin offita barna í Bandaríkjunum var kveikjan að rannsókn sem unnin var við Perelman School of Medicine við háskólann í Pennsylvania og the Center for Health Incentives and Behavioral Economics, sem báðar eru staðsettar í Bandaríkjunum.

Samantekt sem birt var í nýjasta tölublaði JAMA Pediatrics bendir á að með einföldum hætti er hægt að leiða börn frá óhollu matarræði og beina þeim inná braut hollustunnar. Til þess er hægt að nota þann sameiginlega vettvang sem við höfum, skólana til að fræða og leiðbeina börnum að borða hollt.

Hegðun gagnvart mat er ekki endilega rökrétt en hún er samt sem áður fyrirsjáanleg. Þetta er hluti af því sem sálfærðiteymið sem vann að samantektinni vill nýta sér til að ýta börnum að hollari kosti. Með því að fylgjast með hegðun barna í skólamötuneyti sjáum við nokkurs konar mynstur sem auðvelt er nýta sér til að hafa áhrif á matarvenjur barnanna.

Höfundar greinarinnar nefna að það er einkum þrennt sem þarf að hafa í huga:

1) Gera hollan man bragðgóðan svo hann verði fyrir valinu
2) Hafa ávexti eða grænmeti fremst í borðinu við val á mat. Það sem er fremst fer oft í miklu magni á diskinn eða bakkann því þá er nóg pláss.
3) Betri merkingar um innihald, jafnvel litakóða svo börnin átti sig á því hvað er hollt og hvað ekki.

Gaman væri að sjá eftirfylgni af þessari rannsókn og þann árangur sem við eigum möguleika á að ná ef yfirvöld reyndu að nýta sér þessa kosti. Hér má sjá fréttatilkynningu um málið.