Mynd: WiseGeek
Mynd: WiseGeek

Fæstum þykja moskítóflugur skemmtileg dýr. Þær virðast hafa þann eina tilgang að gera mannfólkinu lífið leitt og geta þar að auki borið með sér fjölda sjúkdóma.

Í myndbandinu hér að neðan, frá YouTube rásinni Deep Look, má sjá nærmynd af því hvernig moskítóflugur fara að því að bíta okkur. Myndbandið er tekið upp í 4K og sést því hvert smáatriði einstaklega vel.