Indo-European_branches_map

Uppruna mannsins er að finna í Afríku. Þegar maðurinn fór á flakk urðu til alls kyns breytingar í erfðaefni hans sem leiddu til dæmis til breytinga á útliti hans eins og litarhafti. En fleiri breytingar fylgdu fari mannsins, eins og breytingar á tungumáli. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvernig öll þessi ólíku tungumál eru tilkomin og hversu auðveldari samskipti okkar væru ef allir töluðu sama tungumálið.

Myndbandið hér að neðan sýnir far Indó-Evrópskra mála frá upprunapunkti sínum sem er líklega sem Tyrkland er núna staðsett. Íslenska telst til Indó-Evrópskra mála en einnig rússneska, franska og urdu, Indo-Evrópskmál eru sennilega um 440 talsins. Þegar mannfólkið hóf að rækta sér mat, í stað þess að ferðast á milli staða til að leita sér að mat, varð mikil og hröð þróun í tungumálum og það er sú þróun sem myndbandið sýnir.

Myndbandið var búið til að blaðamönnum Business Insider og er byggt á grein sem birtist í Science. Í greininni nota vísindamennirnir sömu aðferðir og erfðafræðingar nota til að skoða far veirusýkinga, þau skoða „stökkbreytingar“ í þekktum orðum. Til að meta skyldleika milli tungumála eru „stökkbreytingar“ orðanna skoðaðar, fjöldi þeirra og áhrif, alveg eins og erfðafræðingar gera þegar þeir meta erfðafræðilegan skyldleika.