Kim-Kardashian-and-Kanye-West-with-Daughter-North-West

Sjálfsást (e. narcissism) hefur aukist mikið hjá ungmennum í hinum vestræna heimi en lítið hefur verið vitað um af hverju einstaklingar verða sjálfselskir. Ný hollensk rannsókn sem birt var í Proceedings of the National Academy of Sciences varpar ljósi á ástæður þess.

Í fréttatilkynningunni er ekki farið fínt í hlutina og sagt að „Börn sem eiga foreldra sem halda að þau séu gjöf Guðs til heimsins eiga það til að standa sig betur en jafnaldrar þeirra – í sjálfsást“.

Í rannsókninni var fylgst með 565 börnum á aldrinum 7-11 ára og foreldrum þeirra á 18 mánaða tímabili. Í ljós kom að börn þeirra foreldra sem trúðu því að þau væru yfir önnur börn hafin voru sjálfselskari en önnur börn. Brad Bushman, einn þeirra sem leiddi rannsóknina, sagði að í langflestum tilfellum væru foreldrar ekki að reyna að blása upp sjálfsálit barna sinna og sjálfsást foreldranna virtist ekki hafa áhrif á sjálfsást barna þeirra.

Rannsóknin sýndi einnig fram á að sjálfstraust og sjálfsást eru ekki eins nátengd og margir halda. Þau börn sem höfðu mikla sjálfsást mældust ekki með meira sjálfstraust. Munurinn lá helst í því að börn sem höfðu hátt stjálfstraust áttu foreldra sem sýndu þeim mikla tilfinningarlega hlýju frekar en að setja þau á hærri stall en önnur börn.

Þeir foreldrar sem hafa áhyggjur af því að þeir séu að ala upp sjálfselsk börn geta tekið próf sem rannsóknarhópurinn þróaði hér.