relig

Í nútímasamfélagi getur oft verið erfitt að átta sig á hvernig vísindi og trú fara saman. Fólk skiptist oft í fylkingar eftir því hvort það telur vera réttara, trúarbrögð eða vísindi. Rannsókn sem Elaine Howard Ecklund kynnti á American Association for the Advancement of Science (AAAS), ráðstefnunni í Bandaríkjunum gefur til kynna að skilin milli fylkinganna séu að minnka og margir telja jafnvel að trúarbrögð og vísindi bæti hvort annað upp.

Í rannsókninni voru 10.000 Bandaríkjamenn spurðir útí afstöðu sína til vísinda og trúarbragða. Auk þessara spurningalista voru 300 manns fengnir í viðtal þar sem spurt var enn dýpra um afstöðu viðkomandi. Reynt var að ná til fólks af flestum trúarbrögðum en mest áhersla var lögð á hóp evangelískar lútherstrúar, sem í Bandaríkjunum hafa helst orð á sér fyrir að úthýsa vísindaheiminum.

Í heildina, þegar litið er á bandaríska þjóð finnst 38% hennar trúarbrögð og vísindi bæta hvort annað upp og 35% fannst þau vera algjörlega óháð hvort öðru.

Þegar gögnunum var skipt upp eftir trúarhópum kom í ljós kom að 48% evangelískar lútherstrúar fannst trúarbrögð og vísindi fara vel saman og bæta hvort annað upp og 21% þeirra fannst trúarbrögð og vísindi vera óháð fyrirbæri. Hins vegar fannst 14% þeirra vísindin gera skaða, en það fannst 15%, heilt yfir úrtakið.

Þegar vísindamenn voru teknir út fyrir sviga sást að 76% þeirra samsömuðu sig við trúarlegar athafnir og hefðir.

Rannsóknin sem hér er vísað í er gríðarlega stór og kallast Religious Understandings of Science (RUS). Ecklund vonast til að geta skrifað um niðurstöðurnar en þær eru mikilvæg viðbót við þekkingu okkar á félagslegum gildum mismunandi trúarbragðahópa sem og annarra.