Man-sleeping-and-snoring

REM stendur fyrir rapid eye movment, en það er ástand sem við förum í þegar við sofum og okkur er að dreyma. REM stigið og hlutverk þess var skilgreint í kringum 1950 en hingað til hefur enginn getað útskýrt hvers vegna augun hreyfast svona mikið á þessu stigi.

Vísindamenn við Tel Aviv University notuðust við gögn úr heilaritum flogaveikra einstaklinga til að skilgreina hvað á sér stað þegar augun hreyfast í REM. Einstaklingarnir sem hér um ræðir voru allir á leið í aðgerð, sem í fólst svæfing, og vegna flogaveikinnar var nauðsynlegt að framkvæma heilarit á þennan einstaka hátt áður en svæfingin fór fram.

Heilaritin voru tekin með rafskautum sem komið var fyrir dýpra í höfði einstaklinganna en gert er venjulega. Gögnum var safnað yfir tíu daga, en þetta eru einstök gagnasett sem erfitt er að nálgast undir venjulegum kringumstæðum.

Gögnin leiddu í ljós að þær heilastöðvar sem virkjast þegar augun kippast til í REM eru sömu svæðin og virkjast þegar fólk sér nýjar myndir birtast fyrir augum sér. Það mætti því segja að svæðin sem virkjast eru að meta og skilgreina allt það nýja sem er fyrir augum okkar það skiptið. Þar af leiðandi telur vísindahópurinn líklegt að í REM, þegar augun taka kippi, er heilinn að vinna úr nýrri draumsýn sem birtist okkur.

Tengdar fréttir Hvað er melatónín