Mynd: Blogher
Mynd: Blogher

Við þekkjum flest svokallaðar dramadrottningar, bæði karlkyns og kvenkyns. Það eru týpurnar sem lenda alltaf í rifrildunum á vinnustaðnum, eiga alltaf hræðilegan maka og vinir þeirra virðast einhvern veginn aldrei skilja þau. Mörg höfum við skrifað þetta á harkaleg viðbrögð viðkomandi eða „dramadrottninguna“ í þeim sem tekur alla hluti of nærri sér. En ný rannsókn bendir til að hegðun dramadrottningarinnar er í raun og veru væg persónuleikaröskun, sem lýsir sér í þörf einstaklingsins til að upplifa svolítið drama.

Þessi hegðun er ekki af sama skala og önnur persónuleikaröskun en í rannsókn sinni birti rannsóknarhópur við Háskólanum í Texas spurningalista sem sérfræðingar geta stuðst við til að greina þessa tilteknu röskun. Það mun því hjálpa sérfræðingum til við að grein vægar raskanir frá þeim sem teljast alvarlegri og eru beinlínis skaðlegar þeim sem af þeim þjást.

Spurningar sem koma fyrir á listanum beinast flestar að því að skilgreina hvort og hversu mikið drama viðkomandi sækist í. Markmið listans er í meginatriðum að einblína á þrjá mismuandi þætti.

1. Þörf viðkomandi til að hafa áhrif á hegðun annarra.

2. Þörf viðkomandi til að segja sína skoðun, jafnvel þegar hennar er ekki óskað eða það er óviðeigandi.

3. Viðleitni viðkomandi til að sjá sig sem fórnarlamb undir öllum kringumstæðum.

Hljómar kannski eins og próf sem fráfarandi forsætisráðherra hefði áhuga á að prófa. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á að sjá hvort þeir glími við þessa persónuleika-afbrigði þá er hægt að nálgast a.m.k hluta af spurningalistanum hér og greinina sjálfa í vísindatímaritinu Personality and Individual Differences