Mynd: Skjáskot úr myndbandi frá Gebo Kano
Mynd: Skjáskot úr myndbandi frá Gebo Kano

Íslenska fyrirtækið Gebo Kano setti nýverið á markað smáforrit sem ber heitið “Heimurinn okkar – Dýr í hættu”. Smáforritinu er ætlað að kenna börnum tölfræði auk þess að fræða þau um umhverfismál, sér í lagi tengd dýrum í útrýmingarhættu.

Að því er kemur fram í iStore er smáforritið ætlað börnum á aldrinum 9-12 ára og bregða þau sér í hluvterk vísindakonu sem starfar við rannsóknir á dýrum í útrýmingarhættu. Börnin fá það verkefni að leysa ýmis verkefni í tölfræði sem eiga það sameiginlegt að tengjast umhverfinu og dýrum í útrýmingarhættu. Á vef Náttúrunnar kemur fram að í leiknum læra börnin meðal annars um hættur sem stafa að dýrum í náttúrunni, til dæmis loftslagsbreytingar, skógareyðingu og veiðiþjófnað.

Áhugasamir geta nálgast smáforritið hér en að auki má sjá myndbrot úr leiknum hér að neðan.

Heimurinn okkar – Dýr í hættu

Hér má sjá smá af virkninni í "Heimurinn okkar – Dýr í hættu" appinu

Posted by Gebo Kano on Wednesday, December 9, 2015