Mynd: International Business Times
Mynd: International Business Times

Ferðalag geimfarsins Juno heldur áfram. Eins og greint var frá á Hvatanum í síðustu viku brutust út mikil fagnaðarlæti meðal starfsmanna NASA þegar Juno komst á sporbaug Júpíters þann fjórða júlí síðastliðinn.

Takmarki Junos er ekki náð því aðeins sex dögum eftir að sporbaug Júpíters var náð kveikti geimfarið á myndavél sinni sem vísindahópar NASA munu svo nota til að skoða hvernig er umhorfs í kringum Júpíter. Helstu markmið Juno eru meðal annars að skoða norðurljós Júpíters og póla hans sömuleiðis. Til þess mun geimfarið meðal annars nýta sér myndavélina sem starfsmenn NASA hafa nú þegar staðfest að er í lagi og sendir myndir til jarðarinnar.

Í myndbandinu hér að neðan sem NASA sendi frá sér má fylgjast með ferðalagi Juno í gegnum geiminn og að lokum sjá myndir af Júpíter og þremur tunglum hans, Evrópu, Ganymede og Callisto.