kannabis_gott eda vont

Flestar fréttir þar sem fjallað er um kannabis fjalla um tengsl kannabis-reykinga og þunglyndis. Líkurnar á því að þróa með sér þunglyndi virðast margfaldast með kannabisneyslu. Þrátt fyrir það er efnið samt sums staðar notað til lækninga og segja þeir sem það hafa gert að þeim líði betur.

Nú standa yfir rannsóknir á áhrifum virka efnisins í kannabis, THC, á áfallastreituröskun og kvíða. Samir Haj-Dahmane og Roh-Yu Shen, við háskólann í Buffalo, New York, stjórna þessum rannsóknum. Fyrstu birtingar um efnið sýna að rottur sýna minni einkenni áfallastreituröskunar þegar þeim er gefið efni sem virkjar sömu viðtaka og THC. Áfallastreituröskun og kvíði orsaka stóran hluta þunglyndis og því til mikils að vinna ef hægt er að minnka áhrif þeirra.

Rannsakendur setja þó þann var-nagla við rannsóknina að hún hefur enn ekki verið framkvæmd í mönnum. Að auki eru vísbendingar um það að efnið hafi öfug áhrif þegar engin áfallastreituröskun er til staðar.

Frétt á síðu háskólans í buffalo um málið er hægt að lesa hér.