toilet-paper

Rétt upp hönd ef þú hefur lent í rökræðum um hvernig sé best að hengja klósettpappír. Fólk hefur gjarnan sterka skoðun á því hvort pappírinn skuli liggja ofan á rúllunni eða vera undir henni. Nú hefur ný teikning komið fram þar sem þessi deila er loksins leyst fyrir fullt og allt.

Myndin er frá árinu 1891 og er úr einkaleyfi fyrir gataðan klósettpappír. Rithöfundurinn Owen Williams á heiðurinn af því að hafa fundið myndina og birti hana á Twitter síðu sinni.

Á myndinni, sem uppfinningamaður gataðs klósettpappírs, Seth Wheeler, teiknaði, má sjá greinlega að endirinn liggur ofan á rúllunni. Wheeler segir einnig í einkaleyfinu að nota megi rúllurnar hans á einföldustu rúllustöndum og svarið hlýtur því að vera komið.

Það er varla hægt að deila við þann sem fann upp klósettpappírsrúllur eins og við þekkjum þær í dag.