Screen Shot 2015-05-03 at 1.29.52 PM

Hin 22 ára Cassandra Bankson er Youtube stjarna sem hefur búið til fjöldann allann af myndböndum um það hvernig megi fela bólur en sjálf hefur hún glímt við unglingabólur í mörg ár. Nýverið birti hún þó myndband af allt öðrum toga þar sem hún sagði frá því að hún er með tvö leg.

Aðeins eru um hundrað tilfelli eru þekkt þar sem konur eru með tvö leg og kallast það uterus didelphys. Fóstur hafa til að byrja með tvö göng sem síðar sameinsat og mynda leggöng í eðlilegum fóstuþroskar. Í þeim konum sem hafa tvö leg hefur þessi sameining ekki átt sér stað og konurnar hafa tvö leg, tvo leghálsa og stundum tvö leggöng. Yfirleitt finna konurnar ekki fyrir neinum einkennum en geta til dæmis haft með tíðari blæðingar eins og Cassandra hefur upplifað.

Viðtal við Cassöndru má sjá hér að neðan:

Heimild: IFL Science