Close up a woman's lips Kissing or puckering
Close up a woman’s lips Kissing or puckering

Í okkar samfélagi eru kossar sjálfsagt mál og það er auðvelt að draga þá ályktun að pör um allann heim kyssist. Það er þó langt frá því að vera sannleikurinn.

Í grein sem birt var í tímaritinu American Anthropologist Journal skoðuðu vísindamenn 168 mismunandi samfélög víða um heim til þess að kanna viðhorf þeirra til kossa. Í ljós kom að kossar voru einungist notaðir til að sýna ástúð í tæpum helmingi samfélaganna (46%). Þetta þýðir að í meira en helmingi þeirra eru kyssast pör ekki.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru kossar er algengir í Evrópu eða í sjö af hverjum tíu samfélögum sem skoðuð voru, 18 af hverjum 33 Í Norður Ameríku, fjórum af hverjum 33 í Suður Ameríku og 10 af 10 samfélögum sem skoðuð voru í Mið-Austurlöndum.

Kossar eru því langt frá því að vera alþjóðleg hegðum og vísindamenn vita í raun og veru ekki nákvæmlega af hverju kossar eru svo stór hluti af menningu margra samfélaga.

Hvatinn mælir með myndbandinu hér að neðan frá It’s Okay To Be Smart fyrir þá sem vilja fræðast meira um kossa: