screen-shot-2017-03-27-at-20-33-41

Kettir fá stundum neikvætt umtal vegna þess hversu sjálfstæðir og óháðir manninum þeir eru. Svo virðist samt vera að kettir kunni að meta okkur mannfólkið meira en við höldum.

Í grein sem birtist í tímaritinu Behavioural Processes er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem varpaði ljósi á hversu mikinn áhuga kettir hafa á raun og veru á mannfólki. Þátttakendur í rannsókninni voru 50 fullvaxta kettir. Helmingur kattanna voru gæludýr á meðan hinn helmingurinn voru kettir úr dýraathvörfum. Köttunum var komið fyrir í rólegu herbergi sem þeir þekktu til í í tvær og hálfa klukkustund og fengu þeir hvorki félagslega örvun né mat á meðan.

Eftir að tveir og hálfur klukkutími var liðinni fengu kettirnir frjálst aðgengi að mat, leikfangi, aðlaðandi lykt og manneskju sem þeir þekktu. Nítján kattanna völdu manneskjuna, 14 matinn, fjórir leikfangið og einn lyktina. Fimm kettir klátuðu ekki matið vegna þess að þeir sýndu taugaóstyrka hegðun og sex kettir sýndu ekki áhuga á neinum þáttanna eftir tímabilið.

En eru þetta niðurstöður sem gagnast okkur að einhverju leiti? Að sögn vísindamannanna gætu niðurstöðurnar opnað á frekari rannsóknir á því hvernig hægt sé að þjálfa ketti með því að skilja hvernig verðlaun virka best. Fyrir utan það eru eflaust einhverjir kattaeigendur sem gleðjast yfir þessum fréttum, ekki síst til að nota sem rök þegar deilt er um ágæti hunda og katta við hundaeigendurnar.